mánudagur, apríl 25, 2005

Enn af örbirgð sonar míns

Andri ræfillinn er ekki búinn að bíta úr nálinni með þennan örbirgðarstyrk sem hann fékk fyrir helgi. Þetta var honum sent núna áðan:

Þér barst örbirgðarstyrkur
svo ekki ríkti eilíft myrkur
hjá þér og þinni frú
og það er mín trú
að þú verðir héðan í frá virkur.

Ég vona bara að mér eigi eftir að detta eitthvað fleira gott í hug þannig að áður en yfir ljúki muni sonur minn óska þess heitast að hann hefði aldrei heyrt orðið örbirgð. Múhahaha. (Dimmur, ógnandi skellihlátur sem ber með sér að miklar píslir eigi eftir að koma yfir mannkynið og einkum son minn.)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahahhaah, held að þú þurfir að bæta við öðrum styrk. Drengurinn þarf peninga til að komast til sálfræðings, geðlæknis, sjúkraþjálfara, jógafræðings og huglæknis eftir þetta einelti á veraldarvefnum, eða er hann kannski bara vanur?
Vesturbæingur

10:56 f.h.  
Blogger Svava said...

Er örugglega orðinn vanur. Blessaður drengurinn er að verða aldarfjórðungs gamall og hefur setið uppi með sömu móður allan tímann. May god have mercy on his soul.

11:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home