Elvis og súludansinn
Starfsmenn Fróða fengu rétt í þessu sent innanhússfréttabréf sem hlotið hefur hið frumlega og sérdeilis upplyftilega nafn Fróðafretið. Þar er viðtal við Guðmund okkar á Vikunni þar sem hann er spurður hvort hann hafi sofið hjá samstarfsmanni. Það hef ég ekki gert en get gefið upp að ég á í mjög sérstöku sambandi við Elvis og svo hef ég dansað súludans fyrir Jónatan ljósmyndara.
P.S. Það skal tekið fram fyrir þá sem ekki þekkja til á Fróða að Sigurjón ljósmyndari er með netfangið elvis@frodi.is og svarar jafnan á þennan veg í símann: „Elvis“. Þá ætti að vera orðið augljóst hvers vegna ég er í mjög sérstöku sambandi við Elvis.
1 Comments:
Er það annars normið að þið sofið hjá samstarfsmönnum ykkar þarna hjá Fróða ? Ég hef afar takmarkað stundað það í minni vinnu, skýring á því finnst fljótt ef kíkt er á karlpeninginn sem vinnur hér (þann hluta sem ekki er gay, nb). Gott að geta lesið nánar um slíkt í fréttabréfi,í stað þess að þurfa að hanga á kaffistofunni og bíða eftir slúðrinu
Skrifa ummæli
<< Home