þriðjudagur, maí 10, 2005

Fáfræði er uppspretta alls ills

Ég rakst á það á blogginu hennar Nönnu Rögnvaldar að efnafræðistúdentinn, sonur hennar, sé á leið á námskeið um heterohringi. Að sjálfsögðu varð ég að komast að því hvers lags baugar þetta myndu vera svo ég sendi syni mínum SMS. Hann og efnafræðistúdentinn eru nefnilega næstum í sama fagi. Enn hef ég ekki fengið svar þrátt fyrir örvæntingarfulla ítrekun og velkist því enn í villu og svíma. Það er eiginlega ómögulegt að vita ekki hvað heterohringir eru. (Ég er nefnilega vona að þetta hafi eitthvað heterosexual fólk að gera.) Reyndar sagði ég í SMS að drengurinn ætti að ekki að hafa fyrir að svara ef þetta væri eitthvað sem saklausar mæður vildu ekki frétta neitt um frá sonum sínum. Kannski er það ástæða þagnarinnar.

2 Comments:

Blogger Steingerdur hin storskorna said...

Ég vildi að ég hefði aldrei spurt.

4:52 e.h.  
Blogger Svava said...

Get tekið undir það. Mun sennilega dreyma martraðir um helv. heterohringina hér næstu nætur.

4:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home