sunnudagur, maí 22, 2005

Heima er best, sagði hundurinn

Síðastliðna viku dvöldum við Gummi í sumarbústað Blaðamannafélagsins í Brekkuskógi. Freyja var óskaplega hamingjusöm í bústaðnum og kunni að meta það að fá að hlaupa um frjáls og óbundin en það jafnaðist sannarlega ekki á við gleði hennar þegar við komum heim. Dýrið bókstaflega trylltist þegar við gengum inn um dyrnar hér heima. Það hljóp um allt og skottið gekk svo gríðarlega til að tíkin sópaði hlutum niður úr hillum og af borðum. Kætin var slík að hún rauk á kettina og sleikti þá í bak og fyrir. Kettirnir voru ekki jafnkátir. Í morgun fór Gummi svo með hana í gönguferð og hún hitti tvo bestu vini sína á göngunni. Þrym sem er Siberian Huskie og Snotru sem er lítill blendingur. Freyja bókstaflega ljómaði þegar hún kom aftur og allt hennar látbragð sagði: Mikið er gott að vera komin heim.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Eitthvað segir mér að köttunum hefði hinsvegar verið alveg sama þótt Freyja yrði áfram í bústaðnum. Að eilífu jafnvel.

1:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home