föstudagur, maí 20, 2005

Þar kom að því

Haldið þið ekki að sonur minn elskulegur hafi fengið 9,5 á heteróhringhringjaprófinu. Það er ekki spurning að mín einstaka innsýn í heteróhringina hjálpaði óskaplega mikið. Ef drengurinn hefði ekki getað skrifað þennan ódauðlega kveðskap á prófblaðið hefði hann aldrei náð hærra en 5,0. Já, það er ekki ónýtt að hafa tvo sérfræðinga í heteróhringjum í fjölskyldunni.

Ef heteróhring þú slysast til að bera
skaltu sem allra minnst segja og gera.
Best er þó
að vera með kló
og líkt og Kobbi með henni skera.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Steinka um heterohringi
hefur skrifa heila bingi
en nú má því ljúka
látum þá fjúka
þá af gleði hver maður syngi

1:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home