miðvikudagur, maí 25, 2005

Ferlegt fiðurfé

Alveg er ótrúlegt hversu langt framleiðendur og innflytjendur fæðubótarefna eru tilbúnir að ganga. Nú hefur einn þeirra fengið lóuna til að senda okkur sífellt þessi skilaboð: Kúú tíuu, kúú tíuu. Orð Páls Ólafssonar um að lóan hafi sagt honum að vakna og vinna fá alveg nýja merkingu í ljósi þessa. Lóan hefur auðvitað líka fengið umtalsvert fé fyrir að taka að sér þessa auglýsingaherferð. Það sést best á því að þessi ósvífni fugl hefur komið sér upp hreiðrum víða um landið.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Lóan er ansi fjölhæf. Um daginn var ég að kom út og þá sönglaði hnarreist lóa fyrir mig: sím-inn, sím-inn... og náði sér væntanlega í drjúgar auglýsingatekjur fyrir vikið.

1:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home