Ferlegt fiðurfé
Alveg er ótrúlegt hversu langt framleiðendur og innflytjendur fæðubótarefna eru tilbúnir að ganga. Nú hefur einn þeirra fengið lóuna til að senda okkur sífellt þessi skilaboð: Kúú tíuu, kúú tíuu. Orð Páls Ólafssonar um að lóan hafi sagt honum að vakna og vinna fá alveg nýja merkingu í ljósi þessa. Lóan hefur auðvitað líka fengið umtalsvert fé fyrir að taka að sér þessa auglýsingaherferð. Það sést best á því að þessi ósvífni fugl hefur komið sér upp hreiðrum víða um landið.
1 Comments:
Lóan er ansi fjölhæf. Um daginn var ég að kom út og þá sönglaði hnarreist lóa fyrir mig: sím-inn, sím-inn... og náði sér væntanlega í drjúgar auglýsingatekjur fyrir vikið.
Skrifa ummæli
<< Home