miðvikudagur, júlí 20, 2005

Halaklipptur blómvöndur

Við Freyja brugðum okkur í göngu í Kópavogsdalnum í sól og tæplega þrjátíu stiga hita. Við vorum báðar ákveðnar í að líklega myndi hitinn ná að drepa okkur. Ég rakst á glæsilega þúfu af axhnoðapunti og tíndi mér góðan vönd. Hróðug gekk ég heim á leið með þessi glæsilegu strá og sá fyrir mér hvernig þau myndu skreyta borðstofuna mína og gera hana enn gestavænni. Skyndilega heyrði ég hramms og skell í skolltum og vöndurinn minn leit út eins og halaklipptur hundur. Allir þykku, fallegu brúskarnir fremst á stráunum höfðu verið klipptir af með sterkum skoltum gula hundsins sem gekk við hliðina á mér. Ég hundskammaði tíkina en ekki var að sjá að hún skammaðist sín neitt sérstaklega mikið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home