þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Andstyggilegir ættingjar

Einn viðurstyggilegur ættingi minn stakk því að mér að fyrirsögn á frásögninni hér að neðan ætti að vera vindbarin tröll fremur en vindbarin fjöll. Ég vil benda viðkomandi á að Guðmundur getur ekki með góðu móti talist tröll í mesta lagi hálftröll og hundurinn er ekki stórvaxinn. Sumir ættu að skoða staðreyndir áður en þeir fara að blása sig út og gera sig breiða.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hmm... var þetta einn af okkar örfáu ættingjum sem talist geta til dverga? A.m.k. finnst mér þetta komment bera vott um öfund í garð hávaxins tígulegs fólks...

9:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú veist að smávaxið fólk (styttra en 1.70m) getur aðeins öðlast frægð með því að gerast sirkusdvergar en hærra fólk getur orðið fyrirsætur, leikarar í spennumyndum (dvergarnir þar eru bara til skrauts), kóngar eða drottningar. Jafnvel blaðamenn!!!

6:32 e.h.  
Blogger Svava said...

Ættingjarnir eru stundum ansi illskeyttir og segja særandi hluti... En ættingjarnir ættu að muna að tröllvaxið fólk getur veitt þung högg og er ekki feimið við að láta þau falla. Muaahahahhahahahhahah !

11:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home