þriðjudagur, janúar 23, 2007

Svefndrungi á þorra

Ætli Þorri konungur haldi á svefnþorni og sæti færis að stinga saklausar konur með því meðan hann geysist yfir lönd og láð? Ég er að minnsta kosti svo hryllilega syfjuð þessa dagana að ég þarf að beita sjálfa mig hálftíma fortölum áður en ég næ að drattast fram úr á morgnana. Freyja nýtur góðs af því að Gummi er heima annars fengi hún sennilega litla hreyfingu. En bráðum mun þetta breytast því við hjónin höfum tekið að okkur að passa hest sem er að jafna sig eftir fótbrot og á fimmtudag og föstudag verð ég því að rífa mig upp eldsnemma og fara og gefa Lofti (hesturinn heitir það).

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Loftur fer varla í loftköstum þessa dagana, heh, heh...

Magga

4:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvar er Loftur til húsa , þið getið kannski kíkt í kaffi til okkar , erum í Faxabóli með okkar hross

Kv

Hildur Þöll

3:50 e.h.  
Blogger Steingerdur hin storskorna said...

Hæ Hildur mín. Loftur er í hesthúsum Gusts uppi í Hnoðraholti. Ert þú einhvers staðar þar?

9:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home