Að þekkja sinn vitjunartíma
Sumir þekkja ekki sinn vitjunartíma. Þetta varð mér ljóst í gær þegar við Gummi mættum stórum hóp af göngufólki á rölti okkar með hundinn. Freyju fannst auðvitað stórkostlegt að sjá allt þetta fólk og þegar einn karlinn kom alveg að henni flaðraði hún upp um hann. Karlinn brást hinn versti við, æddi að okkur Gumma og hvæsti: „Hundurinn hoppaði upp á mig. Sástu það ekki?“ Gummi leit á hann pollrólegur og spurði: „Viltu sparka í hann til baka?“ „Ha! Nei,“ svaraði karlinn snúðugur og móðgaður yfir því að við skyldum ekki taka þessu nægilega alvarlega. „Þú verður að passa hundinn,“ bætti hann við. „Ég er nú reyndar að reyna það,“ sagði Gummi „En kannski þú munir það næst þegar þú mætir hundi að ganga ekki alveg að honum.“ Karlinn var öskureiður og fannst við greinilega ekki axla nægilega ábyrgð á dýrinu okkar. Ég var hins vegar mest hissa á því að hann skyldi ekki gleðjast yfir vinalátum hundsins. Svona skapvonskupúkar eru áreiðanlega ekki vinsælir og að mínu mati er það til marks um umburðarlyndi og mannelsku dýrsins að það skuli geta hugsað sér að vera vinalegt við hann. En sumir þekkja ekki sinn vitjunartíma eins og Bíblían segir okkur.
3 Comments:
Þið hefðuð átt að láta Freyju borða þennan mann, rosalega hefur hann verið tryllingslega leiðinlegur. Oj, bara.
En þetta er fyndið. Ég set þig og bitring í sjaldgæfasta blóðflokkinn og þið bloggið bæði strax á eftir, þarf að færa ykkur ofar ef þetta heldur áfram.
Miss jú, beibí og ykkar allra, maka, barna, systra, hunda og katta!
Nei, sorrí, það voru þrjú af fjórum úr AB-blóðflokki, þeim sjaldgæfasta, sem fóru að blogga. Sæunn, Svava systir þín á íslensku og Sá bitri. Elín ritstjóri hefur ekki tekið þetta til sín ...
Skemmtileg tilviljun. Þú ert reyndar í næstsjaldgæfasta flokkunum, elskan mín. Og ég er ekki að ýta á eftir þér við skriftirnar.
Nei, þú ert ekki að ýta Gurrí mín, þú ert bókstaflega að hrinda mér út í skriftir. Ég sat grátandi í allan morgun eftir að hafa séð hvar ég var flokkuð á blogginu þínu. Svo reif ég mig í að blogga og birta eldgamalt efni til að vinna mig upp. Ég þoli ekki að vera í B.
Skrifa ummæli
<< Home