Heimsins flottasti sonur
Ég fór á tónleika í FÍH í gærkvöldi. Þar spilaði sonur minni ásamt hljómsveit sinni JP's Lukewarm Six. Þeir stóðu sig áberandi best af öllum og Andri spilaði eins og engill. Sólóin sem hann tók á bassann slógu við helstu djasssnillingum heimsins og móðir hans táraðist í taumum. Þetta sagði ég pilti þegar hann hringdi í mig áðan og heyrði ekki betur en hann segði: „Takk fyrir beyglan þín,“ rétt áður en hann kvaddi. Aldrei hefði mér dottið í hug að barn sem alist hefði upp í nágrenni við mig notaði svona orðbragð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home