föstudagur, desember 15, 2006

Litla ljósið Týra

Hugmynd Gumma um að gefa Freyju í skóinn hefur sannarleg fengið óvæntan endir. Í gærkvöldi ákvað ég að lauma harðfisk í skóinn þegar tíkin var upptekin niðri svo hann yrði tilbúinn í fyrramálið. Ég kom bitanum vel fyrir og hugsaði mér gott til glóðarinnar að sjá hvort tíkin fattaði þetta á morgun. Ég var ekki búin að sitja lengi frammi þegar ég heyrði krönsssjjj, krönssjj og gerði mér grein fyrir að einhver var að gæða sér á harðfisknum. Ég gáði hvað var á seyði og þá sá ég að litla, rósótta, hógværa læðan mín sat út í glugga og gæddi sér harðfisknum yfir sig ánægð með að vera loksins í friði fjarri græðgisskoltum hinna tveggja heimilisdýranna. Týra er svo hæg og til baka að þegar verið er að gefa harðfisk og hákarnir Freyja og Matti eru nálægt er næsta víst að þau stela af henni eða hún flýr af vettvangi. Seinna setti ég annan harðfiskbita í skóinn og hann fór sömu leið. Það er því læðan en ekki tíkin sem situr að krásum jólasveinsins.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleðileg jól, elsku Steingerður mín. Skilaðu ástarkveðju til fjölskyldunnar frá mér! Sjáumst sem fyrst.

4:34 e.h.  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Af hverju stórskorin?
Ég rakst á eina systranna í nýársfagnaði á nýársnótt og fannst hún ekkert sérlega stórskorin. Sú systirin tjáði mér að ég hafði verið í skóla með annarri systurinni, en ekki minnist ég þess að hafa verið í skóla með svo stórskorinni systur!

1:45 f.h.  
Blogger Steingerdur hin storskorna said...

Sæl Anna og velkomin á síðuna mína. Ég er svo stórbrotin í öllum háttum og auk þess er klettamynd á Þingvöllum sem heitir Bergbrúður en er gjarnan kölluð Steingerður hin stórskorna af gárungum sem þar ganga um. Mér fannst þetta svo tilkomumikið að ég ákvað að yfirfæra það á sjálfa mig til að undirstrika ákveðinn mikilfengleika.

9:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home