fimmtudagur, september 01, 2005

Viðsjálsgripurinn sonur minn

Viðsjálsgripurinn sonur minn sá við mér og bjargaði rúmfötunum sínum út úr húsinu áður en ég kom heim í gær. Hann laumaðist að saklausri systur sinni, sem ekkert vissi um gíslingar áform mín, og fékk hana til að afhenda sér rúmfötin öll með tölu. Þegar ég staulaðist heim með sérhannaðann stálskáp með sérstökum hólfum fyrir rúmfatagísla var sonur minn á bak og burt með rúmfötin sín. Nú sit ég uppi með eldtraustan, sérstyrktan og borheldan stálskáp sem er 3,20 m á hæð. Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að gera við gripinn. Kannski er best að ég færi syni mínum hann að gjöf.