mánudagur, nóvember 22, 2004

Andri mörgæsabróðir

Þessar vísur hafa beðið sonar míns þegar hann opnar tölvupóstinn sinn.

Þú ert mögnuð mörgæs
og feldurinn þinn er svo næs.
Þín tunga frís
þegar étur þú ís
og með vængstúfunum gerir lok, lok og læs.

Þú máttugi mörgæsasmiður,
verðir þú uppiskroppa með fiður,
skaltu fara ber
að næsta hver
og stökkva svo norður og niður.

Með mörgæsablóð í æðum
er Andri með sínum skræðum.
Hann gengur um
með stelpunum
og tekur doktorspróf í ýmsum fræðum.

Alveg er þetta magnaður kveðskapur.

Rúllandi, rúllandi, rúllandi, rúllandi

Ég veit ekki hvers vegna jólahlaðborðasísonið gerir það ævinlega að verkum að ég fæ á heilann gamalt og gott viðlag sem ég man reyndar alls ekki hvaða lagi tilheyrir en það er svona: Rúllandi, rúllandi, rúllandi, rúllandi. Ég lýsi hér með eftir grúskara sem kannast við lagið og kann jafnvel ögn meira af textanum en ég. Margrét Steinarsdóttir væri alveg vís með að hafa þetta í handraðanum í einum af mörgum útroðnum skjalaskápum í heilabúi sínu. Það eina sem mér dettur í hug í tengslum við þetta er enski slagarinn: Roll down the barrel. We'll have a barrel of fun. Ég held þó að þessi tvö innihaldríku og upplyftilegu dægurlög eigi fátt sameiginlegt.