föstudagur, október 21, 2005

Prófessorar, besserwisserar og aðrir landsmenn

Ég er alveg hræðilegur besserwisser og get sjaldan stillt um um að láta fólk vita ef það segir einhverja vitleysu. Systur mínar hafa sömu tilhneigingu og ég og erum við því afspyrnu leiðinlegar þegar við komum saman. Að vísu finnst okkur ekkert að þessu og teljum að við séum aðeins að gera fáfróðu mannkyni greiða með því að benda því á fávisku sína eða er ekki fáfræðin undirrót alls ills. Svona til að illústrera hvað ég á við læt ég fylgja tölvupóst sem fór milli mín og Margrétar fyrir skemmstu. Ég ætlaði sem sagt að segja systur minni til hvaða borgar í Rússlandi dóttir mín væri að fara og var að flýta mér.
Ég: Hvert er Eva að fara?
Kalingrad.

Magga: Kaliningrad heitir það heillin, var að tala við einn sem er þaðan sl. mánudag.

Ég: Já, nuddaðu mér upp úr þessu skepnan þín.

Magga: Muhahahahaha, muhahahahahahhahaha....