Horfst í augu við raunveruleikann
Þá er myndatökum lokið og ritstjórn Vikunnar almennt miður sín. Ég taldi að ég væri örmjó skutla með örfáar fínar hláturhrukkur í kringum augun. Ljósmyndirnar flettu hins vegar ofan af miðaldra, feitri skrukku með ótrúlega hrukkótt andlit. Ég býst við að taki mig um það bil tíu mánuði að þurrka þessar minningar úr heilabúinu og svífa aftur inn í sjálfsblekkinguna.