fimmtudagur, janúar 26, 2006

Horfst í augu við raunveruleikann

Þá er myndatökum lokið og ritstjórn Vikunnar almennt miður sín. Ég taldi að ég væri örmjó skutla með örfáar fínar hláturhrukkur í kringum augun. Ljósmyndirnar flettu hins vegar ofan af miðaldra, feitri skrukku með ótrúlega hrukkótt andlit. Ég býst við að taki mig um það bil tíu mánuði að þurrka þessar minningar úr heilabúinu og svífa aftur inn í sjálfsblekkinguna.

2 Comments:

Blogger Svava said...

Vá, þú hefðir getað sparað þér allt þetta vesen og hringt bara strax í mig, ég hefði sagt þér sannleikann um leið. Gamli herpti handavinnupoki.

12:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

... og ég sem hélt að ég væri frekar grönn, meira að segja með vott af anorexíu ... Eitt einkenni hennar er að manni finnst maður svo feitur þegar maður horfir á sig í spegli. En af þessum myndum að dæma er ég ekki með agnarvott af anorexíu.

4:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home