fimmtudagur, janúar 19, 2006

Evan er klárust kerlinga

Evan mín var kynnir í Salnum í gærkvöldi. Þar fór fram Demó sem er söngvakeppni Versló. Hún stóð sig reglulega vel þrátt fyrir fremur slakan undirbúning þeirra sem sáu um þessa skemmtun og báðu hana að kynna. Þannig var nefnilega mál með vexti að þegar söngvararnir höfðu skilað sínu kom einn þeirra sem hafði skipulagt þetta til hennar og sagði henni að hún og strákurinn sem var með henni yrðu að vera inni á sviðinu á meðan dómararnir gerðu upp hug sinn. Þau þurftu sem sagt að spinna upp 15-20 mínútna dagskrá þarna á staðnum og sú litla fór létt með það. Þetta er ekki dóttir móður sinnar fyrir ekki neitt.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá, rétt hjá þér, flott hjá Evu. Ég var viss um að krakkar á þessum aldri væru svo feimnir og inn í sig að þeir hefðu frekar dottið niður úr jörðinni en að skemmta óvænt eins og hún lenti í. Hún er sannarlega dóttir móður sinnar, ókei og líka Gumma.

2:27 e.h.  
Blogger Steingerdur hin storskorna said...

Þetta er misskilningur Gurrí mín. Hún er bara dóttir föður síns þegar hún gerir eitthvað af sér. Þá koma þau gen fram.

2:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kemur mér ekki á óvart, þetta er snillingur. En hvernig stóð á því að Eva var ekki sjálf að syngja?

Magga.

4:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, segjum tvær, slapp hún við það með því að kynna? Hún hefði þá átt að vera með hauspoka eins og Barbra Streisand þegar hún var sætisvísa í bíó. Hún vildi ekki að nokkur myndi hana þegar hún yrði urðum orðið fræg leik- og söngkona. Eva syngur eflaust best allra og hefði malað pakkið. En Jói og Simmi eru kynnar og það er kúl að vera kynnir ...
æi, ætti maður ekki að fara að drífa sig heim ...

4:50 e.h.  
Blogger Svava said...

Eva er lýsandi dæmi um það sem í erfðafræðinni kallast stökkbreyting. Þegar gen foreldranna hittust fylltust þau örvæntingu og ákváðu þegar að stökkbreytast. Útkoma varð frábær eins og þekkt er.

11:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta kemur Palla litla fallega frænda í Grindó ekki rassgat á óvart,stúlkukindin er nú einu sinni Lu rebbe

8:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home