miðvikudagur, janúar 04, 2006

Ýmist í ökkla eða eyra

Það ætlar að reynast vandkvæðum bundið að snúa sólarhringnum rétt aftur eftir jólafríið og er ýmist í ökkla eða eyra með svefnþörfina. Ég sofnaði klukkan tíu í fyrrakvöld og svaf framundir ellefu daginn eftir. Í gærkvöldi gat ég svo ómögulega sofnað eins og við var að búast eftir þrettán tíma hvíld nóttina áður. Ég náði ekki að festa blund fyrr en klukkan var farin að ganga fjögur en vaknaði hins vegar svona líka bráðhress klukkan sex. Það væri nú allt í lagi ef viss höfgi væri ekki farin að leggjast yfir mig við skrifborðið mitt núna og ég á heldur lítinn orkuforað eftir. Þetta er frekar slæmt því ég þarf bæði að klára stórt viðtal í dag, taka annað og mæta í skólann í kvöld. Ætli ég dotti ekki yfir skyndihjálparkennslunni á eftir ef að líkum lætur. Nú ætla ég hins vegar að láta staðar numið á blogginu í bili og leggja mig aðeins undir skrifborðið mitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home