þriðjudagur, desember 27, 2005

Aukakílóin, aukakílóin

Ég strengdi það jólaheit á Þorláksmessu að éta ekki yfir mig um jólin. Því miður verð ég að játa að ég hef gerst heitrofi eina ferðina enn og brenn sennilega i víti bæði fyrir svikin loforð og stjórnlausa græðgi. Ég veit ekki hvernig það er með heitstrengingar sem ekki er staðið við hvort þær teljast til dauðasynda en að minnsta kosti er öruggt að grægði var ein af dauðsyndunum sjö. Ég borðaði alls ekki yfir mig af kjöti og kartöflum og súkkulaði og konfekt át ég alls ekki í brjálæðislegu magni. Hins vegar brast sjálfstjórn mín gersamlega þegar kom að jólaísnum. Ég held mér hafi tekist að raða í mig 3 l af Tobleroneís.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég át líka yfir mig um jólin en það var viljandi! Engin Þorláksmessujólaheitkjaftæði. Svo hálfrúllaði og ruggaði ég í vinnuna í morgun, fauk ekki einu sinni um koll á leiðinni úr strætó þrátt fyrir hvassviðri. Það fylgja því ýmsir kostir að vera þungur, sérstaklega í fárviðri.
Þú lítur hins vegar ágætlega út, ekkert feitari en þú varst fyrir jól, og einstaklega sæt í kínverska jakkanum.

3:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home