mánudagur, desember 19, 2005

Grundvallarspurning

Ég sendi syni mínum þessa spurningu með SMS áðan: Ertu ekki feginn að þú ert ekki skóskápur úr IKEA? Ég hef ekki fengið svar við þessari grundvallarspurningu.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Þú getur ekki búist við því að fá svar við þessari mjög svo flóknu heimspekispurningu strax. Ég get rétt ímyndað mér að nú sé frændi minn sitjandi í sófanum, með hönd undir kinn, veltandi fyrir sér öllum kostum og göllum þess að vera skóskápur í IKEA. Ég get t.d. alls ekki gert upp við mig hvort ég væri fegin eða ekki. Væri kannski meira spennandi að vera Leksvik fataskápur ?

2:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home