föstudagur, janúar 13, 2006

Kreista frosk og klípa frosk berja frosk í klessu

Heimili mínu hafa bæst tveir fjölskyldumeðlimir. Þau Gréta og Óðinn, eiturgrænt froskapar með rauðan mallakút sem er alsettur svörtum doppum. Ég reyndi að sýna Freyju annan froskinn en hún fékk ekki gott næði til að skoða hann því dóttir mín argaði látlaust á mig að skila kvikindinu. Alveg eins og illa haldin ungamamma að sjálfsögðu. Kettirnar hafa enn ekki uppgötvað, eins og kettir Helenar systur gerðu á sínum tíma, að froskabíó er ágæt afþreying yfir daginn. Þá situr köttur við froskabúr og fylgist með hverri hreyfingu sinna grænu vina. Í hausnum á mér syngur hins vegar setning úr ævintýramynd sem einu sinni var sýnd í Sjónvarpinu á aðfangadag þegar ég var barn. Risastórt blátt, loðið tröll að hætti Prúðuleikaranna gekk um og leitaði að Kermit. Tröllið tautaði fyrir munni sér: Kreista frosk og klípa frosk, berja frosk í klessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home