föstudagur, janúar 13, 2006

Stórir og litlir fiskar

Nú berast fréttir af því að engin loðna finnist nokkurs staðar í kringum landið. Ég get ekki annað en verið fegin að Gummi er ekki lengur að elta þann fisk. Hann er á grálúðuveiðum vestan af landinu en ég velti því alvarlega fyrir mér hvort ekki væri vænlegra að fá hann í land til að stunda gullfiskaveiðar í heitu lóni við Húsavík. Um daginn voru nefnilega fréttir af því í blöðunum að risagullfiskur hafi fundist dauður á floti í þessu lóni. Að mínu mati er hér komin kjörið tækifæri til að skapa nýjan atvinnuveg í landinu. Engin ástæða til að láta gullfiska drepast úr elli. Nú fyllum við Bláa lónið og heitu böðin í Mývatnssveit með gullfiskum og síðan mun renna gullæði á landsmenn. Hver sem vettlingi getur valdið veður um í gruggi og sulli með net og veiðir gullfiska. Love it.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home