sunnudagur, janúar 15, 2006

Froskabíó er þroskandi fyrir ketti

Matti og Týra eru búin að uppgötva að þó nokkra skemmtun má hafa af froskabíói. Þau sitja nú löngum stundum við búrið og stara inn í það. Vegna þess að sjálfshjálparviðleitni Matta er svo þroskuð lætur hann sér ekki nægja að horfa heldur slæmir duglega í búrið með loppunum svo það dansar um borðið. Eva hefur áhyggjur af því að froskarnir verði hræddir við þessar aðfarir en ég ekki trú á að heilabú froska sé nægilega stórt til að rúma hræðslu. Týra telur einnig vænlegt til árangurs að klóra í búrið en hún er mun penni í þessu, eins og reyndar öllu, en Matti. Kettirnir hafa hér með verið gerðir útlægir úr herbergi Evu og hanga því báðir mjálmandi við dyrnar.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Froskarnir verða amk að halda lífi og heilsu þar til ég get fengið að sjá þá :D

11:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home