fimmtudagur, janúar 19, 2006

Dettur, byltur og skakkaföll

Enginn virðist vorkenna mér nokkurn skapaðan hlut að þurfa að klofa snjóinn í gönguferðum með hundinn. Mér er sagt að því betur kunni ég að meta góðærið þá sjaldan sem það kemur því verr sem ég hef það þess á milli. Í morgun var bærilegra að ganga þótt það væri hált en ég er reglulega vel útbúin í hálkunni þökk sé Gumma sem gaf mér mannbrodda fyrir jólin. Freyja tekur það ekki nærri sér þótt hún renni á rassinn tíu til tuttugu sinnum í hverri gönguferð. Hún stendur bara upp, hristir sig og heldur áfram. Af og til lítur hún svo við og horfir á mig svona eins og hún vilji segja: „Heyrðirðu dynkinn þegar ég datt, mamma?“ Og ég svara auðvitað: „Þetta var flottur skellur hjá þér Freyja mín.“ Þá er tíkin ánægð og skokkar léttilega fram að næstu byltu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home