mánudagur, september 12, 2005

Sænskir kokkar á sveimi á Íslandi

Ég var að senda syni mínum SMS. Skilaboðin voru á þessa leið. „Skúrdí, búrdí, múrdí. Kveðja Sænski kokkurinn úr Prúðuleikurunum.“ Ég er viss um að hann grunar alls ekki að mamma hans standi á bak við þetta.

Aldrei skal ég kvæni kvænast

Ég var í grasafræðiferð í Grasagarðinum í Laugardal í gær. Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt og meðal þess sem ég komst að er að í grasafræði eru til svokölluð kvæni sem eru náskyld afbrigði sömu tegundar. Ég sannfærðist strax um að systur mínar eru allar kvæni af tegundinni steingerðis storkostulum. Andri og Eva eru hins vegar afkomendur móðurplöntu með ákveðin einstaklingseinkenni en sterk eins og sá einstaklingur sem þau eru komin af. Mikið skelfing er maður nú blaðfalleg og stofnsterk eik.