Upplýsandi símtal
Mamman: Ég bíð bara eftir að komast heim úr vinnunni og upp í sumarbústað. Þið athugið kannski málið og sjáið til hvort þið komið upp eftir. Við verðum með standandi grill alla helgina.
Sonurinn: Nú, gáfust þið upp á að vera með liggjandi grill.
Mamman: Já, það var svona ákveðin eldhætta í kring um það og þótt pabbi þinn sé lipur með slökkvitækið var þetta orðið svolítið leiðigjarnt.
Sonurinn: Einmitt. Við sjáum þá til hvort við komum.