miðvikudagur, apríl 13, 2005

Hvað þá afa manns!

Það er hreint yndislegt „quote“ sem haft er eftir Invaldi Magna Hafsteinssyni körfuboltamanni í DV í dag. Ingvaldur segir, í tilefni af því að stuðningsmenn Keflavíkurliðsins réðust að mömmu hans og afa: „Þetta er náttúrulega ótrúlega leiðinlegt og ekki gaman að heyra að ráðist sé að mömmu manns eftir leik og hvað þá afa manns sem er á áttræðisaldri og hjartasjúklingur.“ Blessaður drengurinn auðvitað er voðalegt að ráðist sé á mömmu manns og afa manns eftir leik en þar fyrir utan má vissulega berja þau í spað að skaðlausu. Ég hefði reynt að orða þetta aðeins öðruvísi til að mynda hefði ég skrifað: „Auðvitað er ótrúlega leiðinlegt og ekki fallegt afspurnar að heyra að ráðist hafi verið á mömmu og afa eftir leikinn. Afi er á áttræðisaldri og hjartasjúklingur. “ En kannski er ég bara allt of góð í mér. Hugsanlega er það hlutverk okkar blaðamanna að gera viðmælendur okkar að fíflum hvenær sem færi gefst. (Tekið skal fram að tvennum sögum fer af því hverjir áttu upptökin af slagsmálunum, mamman og afinn eða stuðningsmennirnir.