Ilmur er í nefi þess sem finnur
Freyja litla velti sér upp úr úldnum fiski í göngutúrnum í dag. Hún rakst á þetta fína ýlduflak við Kópavogshöfn í dag og líkt og síðast þegar hún gerði þetta þá angar hún viðurstyggilega. Ég baðaði hana eftir að heim kom en fýlan er enn megn. Andri og Gunnur komu í mat og Freyja ræfilinn skildi ekkert af hverju enginn vildi hafa hana nálægt sér. Sjálfri fannst henni þetta fína náttúruilmvatn bæði spennandi og einstaklega ljúft. Því miður erum mannfólkið of heimskt til að skilja þetta. Freyja yppir bara öxlum og segir: Ef beauty is in the eye of the beholder þá er aroma in the nose of the smeller. Hún hefur bara þónokkuð til síns máls eða sagði ekki Forrest Gump: Stupid is as stupid does.