Líkamsvöxtur og skapgerð sonar míns
Ég tel að foreldrar þurfi að sjá til þess að börn þeirra hafi svona nokkuð réttar hugmyndir um sjálf sig og að sjálfsmyndin sé sterk. Þess vegna sendi ég syni mínum eftirfarandi vísur:
Ég frétti af því í gær
að þú værir með tíu tær
og vil þér segja
fremur en að þegja
að þá ertu fljúgandi fær.
Ég vildi þig trufla um stund
til að ræða aðeins þína lund.
Á morgnana urrar
og á kvöldin murrar
eins og snúið roð í hund.