Dott um dott frá dotti til dotts
Undanfarnar vikur hafa verið erfiðar og ég finn að ég er orðin ansi þreytt, svo þreytt reyndar að ég dotta hér og þar. Ég dottaði í tíma í skólanum í gær og um daginn dottaði ég við skrifborðið mitt. Ég dottaði í bílnum fyrir utan hús viðmælanda um daginn þar sem ég þurfti að bíða eftir að hann kæmi heim. Já, það er farið að kveða svo rammt að þessu dotteríi að ég er farin að velta því fyrir mér hvort ég gangi almennt í svefni.