Skemmtilegar umræður um þjóðarmorð
Í stað þess að bjóða Andra og Gunni í kvöldmat bauð ég þeim í brunch á sunnudaginn. Þetta reyndist fyrirtakshugmynd því ég eldaði ekkert heldur tíndi bara til álegg og osta, keypti rúnstykki og brauð og síðan var sest að snæðingi. Í ljós kom að þau höfðu rétt eins og ég horft á The Interpreter og Hotel Rwanda á föstudagskvöldið. Við borðið sköpuðust því fjörugar umræður um þjóðarmorð og glæpi Belga í Rwanda en þeir kynntu undir hatrinu meðal tútsa og hútúa og forðuðu sér síðan fyrstir manna þegar upp úr sauð. Það má eiginlega segja að þetta hafi verið „bráðskemmtilegar“ umræður um þjóðarmorð. En sérkennileg tilviljun engu að síður að við skyldum öll hafa horft á þessar sömu myndir og að myndirnar snerust um glæpaverk í Afríku.