fimmtudagur, september 16, 2004

Veröldin og við

Það er svo undarlegt í henni Versu að allir stóratburðir virðast gerast fyrir tilviljun. Þannig var það tilviljun að ógurleg orka safnaðist saman í einn punkt og olli þeirri sprengingu sem talin er hafa verið upphaf alheimsins. Sömuleiðis var það fyrir tilviljun að einhverjar verur í sjónum,tæplega mikið háþróaðri en amöbur fylltust stórmennskubrjálæði, æddu upp á land og urðu upphafið að þróun dýralífs á jörðinni. Og hugsið ykkur þangað eigum við mennirnir ættir okkar að rekja að langfeðratali, ja margt er líkt með skyldum. Sjáið bara þá Davíð og Halldór. Er það ekki makalaust.

The Mad Gardener's Song

Þessar ljóðlínur úr kvæði Lewis Carroll, The Mad Gardener's Song hafa ávallt verið mér hjartfólgnar:
He thought he saw an Elephant, That practised on a fife: He looked again, and found it was A letter from his wife. "At length I realise," he said, "The bitterness of Life!" ´
Má ég svo líka benda ykkur á ljóðið The Walrus and the Carpenter en ein vísa úr því er á þessa leið: The time has come, the Walrus said, To talk of many things, Of shoes and ships and sealing wax, Of cabbages and kings, And why the sea is boiling hot, And wether pigs have wings.

Byrjunarörðugleikar

Ég hef verið að reyna að koma mér upp bloggsíðu en af einhverjum ástæðum tekst mér ekki að fylla út tilskildar upplýsingar um sjálfa mig. Profílinn eins og þeir kalla það. Kannski er ég bara alls ekki góð í prófíl og þeir vilji því hlífa veröldinni við að sjá þá hlið á mér. Hvað sem veldur þá verð ég víst að vera prófíllaus hér næstu daga eða allt þar til mér tekst að finna út hvernig hægt er að setja þetta upp.

Valt er veraldargengið

Já, valt er veraldargengið. Hér sit ég og get ekki annað líkt og Marteinn Lúther gat ekki annað en staðið fyrir kirkjudyrunum í Worms. En ástæða þess að ég sit hér er að af einhverri undarlegri ástæðu gerir veröldin sér ekki grein fyrir að á vindasömum rigningardögum eiga menn að liggja upp í rúmi með kakóbolla og reyfara. Þess í stað situr maður í vinnunni og lemst við að koma saman einhverju lesefni fyrir annað fólk sem er svo heppið að liggja uppi rúmi með kakóbolla og reyfara. Já, valt er veraldargengið. Í gær fannst mér nefnilega allt ganga mér í haginn.