Veröldin og við
Það er svo undarlegt í henni Versu að allir stóratburðir virðast gerast fyrir tilviljun. Þannig var það tilviljun að ógurleg orka safnaðist saman í einn punkt og olli þeirri sprengingu sem talin er hafa verið upphaf alheimsins. Sömuleiðis var það fyrir tilviljun að einhverjar verur í sjónum,tæplega mikið háþróaðri en amöbur fylltust stórmennskubrjálæði, æddu upp á land og urðu upphafið að þróun dýralífs á jörðinni. Og hugsið ykkur þangað eigum við mennirnir ættir okkar að rekja að langfeðratali, ja margt er líkt með skyldum. Sjáið bara þá Davíð og Halldór. Er það ekki makalaust.