fimmtudagur, september 16, 2004

Byrjunarörðugleikar

Ég hef verið að reyna að koma mér upp bloggsíðu en af einhverjum ástæðum tekst mér ekki að fylla út tilskildar upplýsingar um sjálfa mig. Profílinn eins og þeir kalla það. Kannski er ég bara alls ekki góð í prófíl og þeir vilji því hlífa veröldinni við að sjá þá hlið á mér. Hvað sem veldur þá verð ég víst að vera prófíllaus hér næstu daga eða allt þar til mér tekst að finna út hvernig hægt er að setja þetta upp.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Að sjá heiminn frá hlið
og heyra stöðugan klið
er hið besta mál
og lýsir góðri sál
sem elskar hinn heilaga frið.

4:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home