Valt er veraldargengið
Já, valt er veraldargengið. Hér sit ég og get ekki annað líkt og Marteinn Lúther gat ekki annað en staðið fyrir kirkjudyrunum í Worms. En ástæða þess að ég sit hér er að af einhverri undarlegri ástæðu gerir veröldin sér ekki grein fyrir að á vindasömum rigningardögum eiga menn að liggja upp í rúmi með kakóbolla og reyfara. Þess í stað situr maður í vinnunni og lemst við að koma saman einhverju lesefni fyrir annað fólk sem er svo heppið að liggja uppi rúmi með kakóbolla og reyfara. Já, valt er veraldargengið. Í gær fannst mér nefnilega allt ganga mér í haginn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home