Minnisverð tíðindi
Ég hef alltaf öfundað fólk sem er skarpgreint og fljótt að hugsa. Það hendir ekki oft að ég sé snögg upp á lagið og nái að svara fyrir mig í tíma þannig að þegar slíkt gerist er það þess virði að fært sé í annála. Ég var sem sé að senda viðmælendum mínum eintak af nýjustu Vikunni og gekk fram í afgreiðslu fyrirtækisins til að póststimpla umslögin. Ekki tókst betur til en svo að stimpillinn festis í efstu stöðu og vildi ekki niður. Ég vék mér að móttökustúlkunni okkar og spurði ráða. Hún leit á stimpillinn og sagði með holri, sorgþrunginni röddu: „Drapstu hann.“ Ég svaraði að bragði: „Ég get fullvissað þig um að hann átti það skilið.“