föstudagur, nóvember 25, 2005

Kuldalegir knattspyrnumenn

Þær hræðilegu fréttir blöstu við þegar flett var Fréttablaðinu í morgun að knattspyrnuþjálfari hefði fryst ungan íslenskan knattspyrnumann. Þetta skýrir auðvitað að nokkru leyti hvers vegna ungir menn fá svona vel borgað fyrir að sparka tuðru á erlendum grasvöllum. Það er ekki gott að geta átt von á því að vera stungið í frystikistu fyrir minnstu yfirsjónir eins og lélegt dagsform. Mikið var ég fegin þegar eg las þetta að sonur minn hefur aldrei sýnt nokkurn áhuga á knattspyrnu og því ekki líklegur til að verða hraðfrystur.