Farsakennd flækja
Ég komst að því í gær að það er ekki gott að fara út að ganga með tvo hunda. Bósi litli, hundur nágrannanna, er í pössun hjá okkur og í gær reyndi ég að fara með hann og Freyju í smálabb. Eftir örskotsstund voru ólarnar flæktar saman, flæktar utan um mig og hundana og ég stóð þarna með tvo hunda fasta við fæturna á mér og gat mig eiginlega hvergi hrært. Vegfarendur sem áttu leið hjá litu undrunaraugum á þessu furðulegu prósessíu. Mér tókst þó að lokum að greiða úr flækjunni og komst heilu og höldnu með fíflin niður á stóra tún þar sem ég sleppti þeim. Þar hlupu þau eins og vitfirringar fram og aftur og út og suður. Freyja var auðvitað himinánægð en þegar við komum heim var Bósi litli svo uppgefinn að allur vindur var úr honum. Hann gat ekkert gert í allt gærkvöld og lá bara og svaf. Af og til færði hann sig milli herbergja til að vera nálægt mér en hlunkaðist niður og lokaði augunum um leið og hann gat.