miðvikudagur, október 12, 2005

Og sjá ég boða yður mikinn fögnuð

Ég var að komast að því rétt í þessu að ég er ekki löt. Gagnstætt því sem ég hef haldið alla ævi þá er það ekki leti sem gerir það að verkum að ég vildi helst af öllu eyða lífi mínu undir sæng uppi í rúmi heldur fíkn. Ég er haldin sængurfíkn á háu stigi og í stað þess að áfellast mig ættu menn að taka af mér ábyrgð og gera mér kleift að rækta fíknina. Fjölskylda mín mætti til dæmis taka til fyrir mig, vinna fyrir mér og elda ofan í mig svo ég hafi meiri tíma með sænginni minni.