Andstyggilegir ættingjar
Einn viðurstyggilegur ættingi minn stakk því að mér að fyrirsögn á frásögninni hér að neðan ætti að vera vindbarin tröll fremur en vindbarin fjöll. Ég vil benda viðkomandi á að Guðmundur getur ekki með góðu móti talist tröll í mesta lagi hálftröll og hundurinn er ekki stórvaxinn. Sumir ættu að skoða staðreyndir áður en þeir fara að blása sig út og gera sig breiða.