Og enn af búkum
Ég gleymdi að segja ykkur af því að í póstinum sem ég minntist á áðan var líka talað um skúlabúkaksafn. Hugsið ykkur alla aumingja Skúlana sem nú trítla búklausir um götur bæjarins vegna þess að búkar þeirra eru orðnir safngripir.
Ég gleymdi að segja ykkur af því að í póstinum sem ég minntist á áðan var líka talað um skúlabúkaksafn. Hugsið ykkur alla aumingja Skúlana sem nú trítla búklausir um götur bæjarins vegna þess að búkar þeirra eru orðnir safngripir.
Ég fékk hreint unaðslegan tölvupóst áðan. Kunningjakona mín sem er af þýskum uppruna sendi mér póst um fræðslufundi í Þjóðarbókhlöðunni og Landsbókasafninu en eitthvað brenglaðist pósturinn í meðförum milli minnar tölvu og hennar. Þannig varð Landsbókasafn Íslands að Landsbúkasafni Öslands og Þjóðarbókhlaðan að Þjóðarbúkhlöðunni. Þetta hefur skemmt mér ósegjanlega mikið síðastliðinn hálftíma. Af einhverjum ástæðum finnst vinnufélögum mínum þetta ekki alveg jafnfyndið svo þær kíma aðeins lítillega á meðan ég veltist um í viðurstyggilegum hláturrokum og velti fyrir mér hvernig þjóðarbúkur Íslendinga líti út.
Stefán frændi minn kvartar undan ókurteisri símastúlku á blogginu sínu í dag www.blog.central.is/magisterinn. Ég ráðlagði honum að sjálfsögðu að hringja reglulega í hana úr nokkrum mismunandi símum og vera til skiptis nýbúi af austurlenskum uppruna að reyna að panta lilla klosett med fodum og ilmi eða rússneskur mafíósi að reyna að ná sambandi við peningaþvottastöð sína hér á landi. Hann gæti þá brugðist reiður við öllu og hótað að senda hitman ef hún ekki skilaði milljónunum sem lagðar voru inn á reikning hennar í gær. En ef þetta dugir ekki til að kenna stúlkunni að bera virðingu fyrir mönnum eins og magisternum get ég áreiðanlega látið mér detta eitthvað fleira í hug.