þriðjudagur, október 11, 2005

Gaman, gaman í Landsbúkasafninu

Ég fékk hreint unaðslegan tölvupóst áðan. Kunningjakona mín sem er af þýskum uppruna sendi mér póst um fræðslufundi í Þjóðarbókhlöðunni og Landsbókasafninu en eitthvað brenglaðist pósturinn í meðförum milli minnar tölvu og hennar. Þannig varð Landsbókasafn Íslands að Landsbúkasafni Öslands og Þjóðarbókhlaðan að Þjóðarbúkhlöðunni. Þetta hefur skemmt mér ósegjanlega mikið síðastliðinn hálftíma. Af einhverjum ástæðum finnst vinnufélögum mínum þetta ekki alveg jafnfyndið svo þær kíma aðeins lítillega á meðan ég veltist um í viðurstyggilegum hláturrokum og velti fyrir mér hvernig þjóðarbúkur Íslendinga líti út.

1 Comments:

Blogger Svava said...

Þjóðarbúkur íslendinga er sennilega ekkert augnayndi. Er sennilega best geymdur í Þjóðarbúkhlöðunni. Með takmarkaðan aðgang.

8:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home