miðvikudagur, október 05, 2005

Hugrekki í lífsins ólgusjó

Ég er alltaf að reyna að kenna börnunum mínum eitthvað. Þess vegna sendi ég Andra þessa vísu til að kenna honum hugrekki í lífsins ólgusjó og æðruleysi gagnvart óvæntum atburðum.

Ég elska þig í klessu
og segi þér af þessu
því þú ert fló
sem skellihló
þegar hún lenti safapressu.

3 Comments:

Blogger Svava said...

Ég vil þig gjarnan merja
og tíma í það verja
að hausinn mauka
og setja í bauka
Og sakleysi mitt svo sverja

10:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú er best
og minnir á lest ...
öll heldur gest
með reistan makka
aftur á hnakka
en vísurnar þínar gleðja mest!

11:43 f.h.  
Blogger Steingerdur hin storskorna said...

Gurrí og Svava eru magnaðir maurar
og sjálfsagt fengjust margir aurar
ef þeirra snilld
yrði kennsluskyld
og hana lærðu gaurar og paurar.

2:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home