mánudagur, september 26, 2005

Síminn kemur þér í samband

Þetta símasamtal átti sér stað milli mín og dóttur minnar áðan.

Móðirin: Ertu með fransbrauðssneið í hárinu elskan?
Dóttirin: Nei.
Móðirin: Ó, ég hélt það.
Dóttirin: Ætlaðirðu ekki að segja neitt meira.
Móðirin: Nei, mér fannst ég svo fyndin. Ég var búin að undirbúa þennan brandara lengi.
Dóttirin: Oh. Ég þarf að fara að læra.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikið hefði ég notið þess að eiga svona skemmtilega mömmu, eins og þig Steingerður. Mín mútta er ágæt en henni hefði ALDREI dottið í hug að segja svona og ekki þótt neitt í líkingu við þetta fyndið. Þegar ég sagði henni drepfyndinn brandara þegar ég var 13 ára horfði hún á mig og bað mig vinsamlegast um að láta ekki eins og fífl ...
Dóttir þín veit ekki hvað hún á gott. Segir hún kannski: "Mamma, ekki láta svona eins og fífl!"?

10:00 f.h.  
Blogger Svava said...

Já, þetta minnir mig óneitanlega á samtöl með setningum eins og: þú ert hænuhaus, vertu ekki með raus, og fleiru í þeim dúr....

10:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gurrí mín ég kann sko að meta þetta en þetta verður kannski svolítið þreytt eftir 30 sms á dag og að minnsta kosti 5 símtöl þá kannski fer maður að missa húmorinn fyrir þessu he he.... En mamma mín þetta er frábært og allar vinkonur mínar geta líka skemmt sér yfir þessu og sérstaklega bekkjarfélagar mínir þegar ég fæ gáfulegu limrurnar um hvað ég sé mikil pokarotta eða eitthvað þessu líkt. Kveðja eva

8:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Eva.
Kauptu þér orðabók, t.d. "Íslensk-steingersk-íslensk", 3. útgáfa. Ég fletti upp í orðabókinni í vinnunni og sá t.d hvað pokarotta þýðir á steingersku og margt fleira.

Pokarotta: Yndið mitt.
Hænuhaus: Rúsínurófan mín.
Fermantófa: Ætli nokkur eigi fallegri stelpu en ég? Hún mætti nú samt ryksuga oftar!
Gamburmosi: Ég er svo hreykin af þér, stelpa, fegurð og gáfur í einum pakka, jibbí!!!
Padda: Huggulegi, ungi maður!

Og svo framvegis, og svo framvegis!

9:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home