Þyrnirós vissi sínu viti
Enn og aftur hef ég sannfærst um að Þyrnirós vissi sínu viti og hennar leið til að lifa lífinu alls ekki sú versta. Ég var heima í gær til að næra kvefið og nefrennslið með meiri sólhatti og svaf nánast allan daginn. Og það var eins og við manninn mælt ég vaknaði eiturhress í morgun laus við alla kvefluðru. Þarna sjáið þið. Ef maður sefur í hundrað ár fær maður aldrei flensur, ekkert kvef, enga gubbupest en getur látlaust látið sig dreyma um draumprinsinn og ullarvinnslu á rokk og snældur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home