Að týna tíndum sveppum og finna þá aftur
Í gær las Gurrí fyrir mig frétt úr DV þar sem sagt var frá manni sem hafði verið handtekinn fyrir að týna ofskynjunarsveppum. Hvorug okkar vissi að það væri glæpsamlegt athæfi að týna hlutum. Skyldi þá vera hægt að handtaka menn fyrir að týna amfetamíni í miðbænum? Kannski hefur lögreglan fundið týndu sveppina, tínt þá í poka og síðan handtekið manninn. Tíndu sveppirnir væru þá sönnunargögn í sakamálinu um týndu sveppina. Það fer að verða svolítið erfitt að skilja þetta, enda gáfumst við Guðríður upp á að reyna að fá botn í fréttina.
1 Comments:
Fréttin var á www.visir.is og algjör dýrð (not) að sjá hvað stafsetningarvillur ríða þar rækjum, eins og gamall samstarfsmaður minn orðaði það. Á sama stað er ekki minnst á Laugaveginn í Reykjavík, heldur LaugaRveginn. Alveg makalaus andskoti!!!
Skrifa ummæli
<< Home