mánudagur, ágúst 29, 2005

Markmiðum náð

Ég setti mér það þau markmið í byrjun sumars að ganga á Vífilsfell og Keili og fara á Hornstrandir. Í gær gekk ég á Keili og náði þar með síðasta takmarkinu. Mikið lifandis ósköp og skelfing er ég nú öguð manneskja og skipulögð. Ég hreinlega kemst ekki yfir hversu þjálfuð í markmiðagreiningu, -setningu og -stýringu ég er. Ég held svei mér þá að ég sé bara búin að ljúka mastersnámi í viðskiptafræði. Maður er nú enginn auli.

2 Comments:

Blogger Svava said...

Nei, gráðuna í viðskiptafræðum færðu fyrst eftir að hafa gengið á Mount Everest. Best of British luck.

3:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, og Hvannadalshnjúk! Hehehhe
En þú ert dugleg stelpa!!!

10:04 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home