þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Kostun víða farin að tíðkast

Já, það hefur orðið sífellt meira áberandi að stórfyrirtæki kosti hitt og þetta, sjónvarpsþætti, íþróttamót, listviðburði og fleira og fleira. Nú eru ýmsir farnir að taka þetta eftir forstjórunum og viðskiptaforkólfunum því orðrétt segir í frétt í DV í dag um ofbeldi og slys í Keflavík: „Sömu nótt kostaði skemmtanalífið tvö slys í bænum.“ Æ! hvað það er indælt að skemmtanalífið sé farið að kosta slys, enda eru þau ómissandi hluti af skemmtuninni. Vonandi verður framhald á þessu í Keflavík og ákjósanlegt að þessi frábæra nýjung berist til Reykjavíkur sem fyrst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home