Karlhóran kemur
Að undanförnu hefur tímaritið Sirkus auglýst það grimmt að karlhóran Rob Schneider sé væntanlegur til landsins. Að sjálfsögðu ganga þeir síðan fram með góðu fordæmi og birta myndir af karlhórunni í hópi fáklæddra viðskiptavina. Nýtt skref hefur verið stigið í baráttunni gegn vændi og mér líkar það mætavel. Vændi ætti alls ekki að vera refsivert heldur kaup á vændi og refsingin auðvitað sú að birta mynd af viðskiptavinum fáklæddum á forsíðu tímarits og vændiskonan sem hann átti kaup við í bakgrunninum fullklædd. Haf kæra þökk Sirkusmenn fyrir skarpskyggnina og þessa beittu þjóðfélagsrýni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home