fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Eg vildi ég væri hænuhanagrey

Nú eru úrslit orðin ljós úr leiðtoga- og klassíksrakvikmyndaprófinu. Svava var Raiders of a lost Ark og JFK. Ég vildi miklu frekar vera Harrison Ford en einhver hallærislegur Mr. Smith sem reynir alltaf að gera rétt. Svava var JFK vegna þess að hún sækist eftir völdum til að geta nýtt sér þau til kynferðislegrar svölunar. Það finnst mér ef satt skal segja meira spennandi en að vera Abraham Lincoln sem var ljótur og þar að auki skotinn í leikhúsi. Gurrí var Easy Rider sem segir auðvitað rosalega margt um hana og sá leiðtogi sem hún líktist mest var móðir Teresa. Ég veit reyndar ekki hvort er verra að vera móðir Teresa að Abe Lincoln. Kannski ætti ég bara að vera þakklát fyrir að vera ekki Idi Amin og Gone with the Wind og halda svo kj.

4 Comments:

Blogger Svava said...

Ég er á fullu að nýta mér nýfengið Harrison Ford útlit mitt og völd mín til að fá kynferðislega svölun. Vinnufélagarnir hlaupa æpandi í allar áttir. Sigh.

10:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta með Easy Rider hefur ekkert að gera með neitt annað en það að ég er alveg ótrúlega löt og værukær. En allt í lagi með það ...
ekki er gaman að vera sú dásamlega og "algóða" Móðir Theresa, sérstaklega þar sem mér finnst ég vera bæði hipp og kúl.
En ó mæ godd, það er þó skárra en að vera ljótur forseti sem er ástfanginn af leikhúsi!
Svava er eiginlega flottust! Hún hefur kannski legið yfir prófinu og ekki hætt fyrr hún fékk þau svör sem þóknuðust henni ... hmm, fín hugmynd.

10:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hrmpfff!! Mér finnst sumir nú kvarta að óþörfu. Mitt yngsta systkyni þurfti endilega að stinga upp á því að ég tæki þessi próf og nú sit ég uppi með að vera Schindler's list og Móðir Teresa, sá Makedóníski dvergur. Eins og þetta virtist ætla að vera góður dagur!!!

Magga

10:54 f.h.  
Blogger Svava said...

Ég fékk audda flottustu niðurstöðuna af því ég er langflottust, muahhahahahhahaha. Tilhugsunin um Möggu systur sem makedónískan dverg er afar gleðileg og mun ég ylja mér við þá mynd í huganum það sem eftir er dags. En Schindler´s list ??? Er það út af löngun þinni til að bjarga gyðingum eða löngun til að útrýma þeim ???

1:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home